Innri friður

Veit eitthver hvað innri friður er?

Ég hef mikið verið að pæla í þessu hugtaki þar sem ég get sjálf stundum verið svolítið óróleg. Langar stundum að geta verið sátt við að gera ekki neitt. Ég er að gera stundum alltof margt en svo þegar ég slaka eða þarf þess vegna veikinda þá finnst mér bara eins og ég sé tilgangslaus og fer í tilvistarkreppu haha.

Þannig ég fór að hugsa hvað væri yndislegt ef ég klæddi mig í appelsínugulan slopp færi bara til Indlands og gerðist kvenkyns munkur, mögulega til að eiga tækifæri á að finna þennan yndislega innri frið. Kannist þið við þetta, að þurfa alltaf að vera gera allan heiminn, ef ekki þá er eins og það sé inn stimplað inní mann að maður sé að gera eitthvað rangt?

Mér til gamans fór ég að hugleiða… ég fór í prógram hjá Opruh góðvinkonu minni og indverska vini hennar. Þetta er hugleiðsluprógram fyrir byrjendur. Ég er nefnilega þannig að þegar ég fer í Yoga eða er að hugleiða þá er ég ekki á staðnum heldur er ég að pæla hvað ég þarf að klára á eftir og hvað þarf að gerast í þessari viku. Næ aldrei fyllilegri slökun, gjörsamlega þoli það ekki. En ég fór að byrja á þessu prógrami og mér er farið að ganga betur að ná að slaka á huganum og jarðtengja mig. Núna finnst mér þetta ómissandi!

Ég fór stundum í lótushúsið á mánududögum í hugleiðslutíma. Það stressaði mig upp hvað allir voru slakir. Því ég var alveg enganvegin að ná að slaka á, náði aldrei að koma mér í þæginlega stellingu, klæjaði í nefinu, fékk illt í bakið og varð því óróleg. En ég ÆTLA að ná að slaka á huganum, annars held ég að heilinn minn eigi eftir að brenna út og ég eigi ekki eftir að halda geðheilsu.

En ég hef mikið verið að pæla í innri frið og hvað þetta skuli þýða. En það þýðir einfaldlega hugarró, að vera andlega sáttur. Halda andlegu jafnvægi í streitu og utanaðkomandi álagi. Þetta hugtak er tengt við sælu, gleði og sátt. Hugarró, æðruleysi og rólegheit er það sem að þetta tiltekna orðatiltæki þýðir.

Dalai Lama leggur árherslu á mikilvægi innri friðar í heiminum: vera samkvæmur sjálfum sér, varanlegan heimsfrið þegar það kemur að áhyggjum manna. Hann segir að andrúmsloft friðar þurftum við fyrst að finna innra með okkur svo getum við smitað út frá okkur til annarra.

Mér finnst þetta alveg stórmerkilegt. Því mér finnst margir sem ég hef talað við vera svo órólegir í þessu litla krúttlega samfélagi sem að við lifum í, ég fór aðeins að pæla í því hvað er hægt að gera til að fá þennan innri frið og langaði að vita hvað þetta væri.

Hamingjan er ferðalag ekki áfangastaður.

Allir ættu að tileinka sér kærleik og hugarró.

Ef það eru eitthverjar spurningar þá endilega sendiði mér póst, finnst alltaf gaman að heyra í ykkur :)

PEACE OUT … djók ég er hætt

Sylvia

20131202-143956.jpg

geri huggulegt í kringum mig áður en ég byrja á hugleiðslunni, og vonast bara til það labbi enginn inn því mér finnst ég alltaf svo plebbaleg þegar ég ligg þarna á gólfinu og fer með eitthverjar möntrur og hummmma haha..

20131202-144051.jpg

Leave a comment