Sjálfstraust hjá ungum konum

Ég er nú að undirbúa fyrirlestur fyrir skóla í Hafnafirði í kvöld. Ég hef verið að taka að mér að fara í grunnskóla og ræða við stelpur um útlitsdýrkun og sjálfstraust. Sá einmitt þetta plaggat á vegg í skóla sem ég var að fara flytja fyrirlestur í fannst það frekar fyndið. 

img_6271

En ég myndi ekki vilja titla mig sem fyrirsætu eða annað slíkt & ég er ekki að fara tala um förðun í kvöld, ég er að fara tala um sjálfsmyndina, líkamsvirðingu, sjálfstraust, markmiðasetningu og útlitsdýrkun. Þetta er fyrirlestur sem ég hef verið að þróa vegna eftirspurnar. Ég tek að mér þessi verkefni fyrst & fremst útaf því að þetta er hjartans mál fyrir mér. Þrátt fyrir að ég pikki þennan pistil inn með gelnöglunum sem ég fékk í frítt í facebook-leik eða set stöku sinnum á mig maskara tel ég mig fullfæra um það að mynda mér skoðun á þessu málefni. Mér þykir ekkert skemmtilegra en að hjálpa ungum stúlkum að verða frambærilegri og geta kannski komið með í leiðinni smá vitundavakningu (auðvitað finnst mér gaman að hjálpa strákum líka, það er bara minna um það). Ég man bara eftir því sjálf þegar ég var ung var ég svolítið týnd hvað varðaði sjálfsmynd mína & vissi lítið til hvers var ætlast til af mér. Las líka í einni bók sem ég lærði í sálfræði að þegar þú ert 15 ára ertu frekar týndur einstaklingur & ert að reyna að fóta þig & finna þinn tilgang í lífinu. 

Ég hef verið að taka að mér fyrirsætustörf sem er fínn aukapeningur en það er ekki framtíðarvinna sem ég sækjist eftir. Mig langar að gera aðra hluti í framtíðinni. Það er í rauninni engin fyrirsæta til á Íslandi að mínu mati nema kannski örfáar eins og t.d. Kolfinna sem er búin að sitja fyrir í stærstu tímaritum heims. 

Ég man þegar ég var beðin um að taka þátt í RFF sem er stærsti tískuviðburður á Íslandi. Ég hugsaði að það væri fínt tækifæri & mjög líklega skemmtileg upplifun. 

Mér var sagt að mæta í mælingu fyrir hönnuði sem var haldið niðrí Fashion Academy. Þarna sat ég með alveg fullt af stelpum & meira og minna stelpum sem voru 16 ára, margar af þeim ekki komnar með vöxt. Sjálf var ég búin að vinna af mér rassgatið & taka að mér frekar ábyrgðafull verkefni þar af leiðandi þurfti ég að vera á athyglisbresta lyfinu mínu og missi rosalega matarlyst á því lyfi, þess vegna var ég var alltof grönn & örugglega þess vegna sem ég var beðin um að taka þátt. Ég var í kringum 6-7 kg léttari en ég er í dag. Var bara alltof grönn. 

Svo var nafnið mitt kallað upp & ég fékk málband utan um þá staði sem eru staðlaðir í heiminum. Þau eru með blað fyrir framan sig þar sem að cm standa & þarna sjá þau  hvort þú fittir inní þennan staðlaða ramma. 

Mér var sagt að fara í göngutúr…

Mjaðmirnar á mér voru aðeins of stórar. Þar af leiðandi var mér sagt að fara í “göngutúr” í viku þar til að sýningin myndi hefjast. Því að göngutúr í viku skafar af mér mjaðmabeinin?

Ég hugsaði en gaman hef aldrei verið talin hafa mjaðmir þar sem ég er frekar stráksleg í vextinum & fannst þetta því búllkrap! Málið er þó að ég hafi hugsað það þá voru aðrar stelpur sem gerðu það ekki. Það var sagt við þær þú verður að missa nokkra cm um mjaðmirnar. Ungar stelpur sem dreymir um að vera módel & að sjálfsögðu gera þær margar hvað allt sem í þeirra valdi stendur til að minnka þessar mjaðmir. Sem veldur því mögulega að þær geri það á óheilbrigðan hátt þar sem þú missir ekki cm um mjaðmirnar á þér á viku..

Ég var með stelpu í mátun og hún var ekki að passa í fötin, hönnuðurnir hrisstu bara hausinn. Svo var henni sagt að hún gæti ekki verið með í sýningunni… tágrönn stelpa. Hún fór að hágráta. 

532249_3693660939793_185454939_n

Ég labbaði samt pallinn þrátt fyrir stóru mjaðmirnar mínar & eftir að það hefði verið búið að heimta að klippa af mér allt hárið, raka af mér augabrúnirnar eða aflita þær svo eitthvað sé nefnt. En það eru margar stelpur sem að raka af sér hárið & augabrúnirnar því að þetta er þeirra draumur & nákvæmlega ekkert að því … þetta er bara ekki minn draumur. RFF er samt sem áður svakalega flottur viðburður & ekkert út á hann að setja, það sem ég vil benda á er þessi óheilbrigði staðall sem þú ert beðinn um að fitta inní ekki bara hérlendis heldur í heiminum öllum. 

Þegar ég skrifaði um glansmyndina af lífinu og útlitsdýrkun fékk ég ansi marga pósta frá ungum stelpum sem var létt að lesa greinarnar. Þeim fannst erfitt að lifa eftir eftireftirfarandi stöðlum. Fékk meira að segja nokkra pósta frá foreldrum talandi um að þetta hefði létt rosalega á krökkunum þeirra, þar sem þau væru mikið að metast á instagram og facebook. Þetta eitt og sér lét mig hafa brennandi eldmóð fyrir þessu verkefni. Meðan ég geri eitthvað gagn þá held ég því áfram. Ég er nú þegar búin að bóka mig í nokkra skóla en ef að þið hafið áhuga þá bara endilega sendið mér línu í mail eða á facebook 🙂

x sylvia

Var að lesa nokkrar rannsóknir þar segir: 

Í hverri viku eyða ungar stelpur:

•31 klst í að horfa á sjónvarpið

 •15 klst á netinu

• 3,5 hálfan tíma að horfa á sálfan sig í speglinum

 – Stelpur horfa því á 200 óraunhæfar auglýsingar að meðaltali á dag

– 1 af hverjum 4 stelpum er í megrun 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s