Ein prinsessa?

Ég er orðin frekar þreytt á máltækinu “konur eru konum verstar” mér er illa við þessa setningu en það er stundum ótrúlegt hvað hún á vel við. Ég vil meina að konur geti verið þeim verstar & bestar. 

Við vorum flest okkar alin upp við allar yndislegu Disney myndirnar. Ég fór aðeins að pæla meira í þessum myndum. Það er alltaf EIN falleg prinsessa, allir mennirnir vilja vera með henni. Þessar fallegu prinsessur forðast samband við aðrar konur. Markmið þeirra að er að bíða eftir prinsinum á hvíta hestinum til að bjarga sér. 

Ein sem syngur rosalega vel & er góð en hinar eru allar slæmar.

495252_1279540814844_full

Pochahontas er með fallegt sítt hár & syngur ótrúlega vel, hún er indjánaprinsessan. Svo er vinkona hennar klippt eitthvernveginn & svíkur hana. Mér finnst alltaf vera gefa í skyn að það geti bara verið ein flott stelpa.

cinderella_yellow_b

cinderella08

wicked_stepmom

Cinderella er ljóshærð & rosalega falleg. Hún syngur svakalega vel svo eru það stjúpsystur hennar sem eru gerðar asnalegar og látnar syngja hræðilega.

72262_v1

Beauty-and-the-Beast-Wallpaper-beauty-and-the-beast-6260118-1024-768

Fríða og dýrið. Allir mennirnir vilja vera með henni hún er fallegust. Hinir bæjarbúarnir eru gráir & ekki jafn flottir. 

Ég gæti haldið áfram með þetta, en held að skilaboðin séu komin til skila. Kannski þess vegna sem að konur rífa hvora aðra í sig. Svo mikil samkeppni því það er náttúrlega bara ein prinsessa…

Svo koma listar hérna á Íslandi topp 5 fallegustu konurnar. Afhverju er verið að gera svona lista?

Afhverju er verið að búa til samkeppni hver er flottust. Hvað hefur fyrsta sæti fram yfir annað sæti?

Syngur hún betur?

Hver hefur líka þessa náðargáfu að spotta út flottustu manneskjuna á Íslandi? 

Ég get það allavega ekki

Þetta heyrði ég um daginn.. já þessi stelpa hún var þessi týpa sem að allir voru hrifnir af & var sætasta stelpan í grunnskóla. 

Þessi strákur var sætasti strákurinn allar stelpurnar voru svo hrifnar af honum. 

Er það virkilega þannig að það getur bara ein manneskja verið frábær á þessu landi?

Konur kannski eins og ljónynjur að verja sitt svæði… Þessi kona er flottust í Kópavogi haha. Hún þarf nú að fara syngja & vera klár á samatíma annars kemur einhver & tekur svæðið af henni :´)

Þá er spurningunni minni svarað … mér finnst þá ekki skrítið að afbrýðissemin blossi upp & fólk fari nú að finna alla þá galla sem þau finna til að sýna fram á það að manneskjan sé örugglega ekki sú flottasta.

Ég vil meina að þessu sé hægt að breyta. Það er ekki ein flott kona, þær eru margar. Mér finnst við verða taka því fagnandi hvað Ísland hefur mikið til af frambærilegum flottum konum fyrir utan útlit 🙂

Ræði þetta á vaktinni á eftir kl. 16 

x sylvia

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s