Ábending

20140330-120317.jpg

Pistillinn “Útlitsdýrkun” sem ég skrifaði fyrir tæpum 3 vikum tók gott stökk í gær. Veit ekki ástæðuna, en ég hef verið að fá nokkrar ábendingar sem ég tek að sjálsögðu fagnandi.

Það sem mér heyrist hafa verið að fara fyrir brjóstið á sumum er að sumar konur eru svona grannar að eðlisfari og að ég sé að stíla inná að þær séu allar með óheilbrigðan líkama. Þær séu vanar að fá athugasemdir “þú ert ekki með nóg utan á þér”. 

Ég ræddi þennan pistil í kjölfarið á Vaktinni sem er alltaf á mánudögum. Þar kom ég inná það að það er alltaf verið að tala um þessa “venjulegu konu”, eru þá grannar konur ekki “venjulegar konur” það er náttúrlega alveg útí hött … auðvitað eru þær það. Ég var meira að impra á því að það eru mjög mikið um stelpur sem eru að reyna að fá þetta gap milli læranna og bikiní brú sem er þeim ekki eðlislægt, ég þekki nokkur svoleiðis tilfelli þar sem stelpur eru að gera þetta á mjög óheilbrigðan hátt. Þetta átti alls ekki að vera alhæfing að “allar grannar konur séu óheilbrigðar”. En það sem ég hefði átt að gera er að bæta þessum punkti inní pistilinn en ekki bara ræða hann á Vaktinni, þar af leiðandi biðst ég forláts. 

Með kærleik, 

Sylvia

20140330-121743.jpg

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s