Eva fyrirmynd

Var fjarverandi í dag þess vegna var ég ekki á FM, verð á mínum stað næsta mánudag 🙂

ég er að reyna að blogga en þessi krumpa vill alltaf sitja á bringunni á mér hahaha.. sver það þessi dúlla drepur mig

Photo on 3-24-14 at 8.53 PM #2

Eva dúlla var að opna frábært blogg sem er hér. Hún er algjör viskubrunnur hef gaman af skrifunum hennar endilega kíkjiði á hana hún hefur margt til málanna að leggja 🙂 Ég hitti hana á miðvikudaginn í seinustu viku & það er eiginlega óþæginlegt hvað við hugsum eins hahaha. 

1555445_10152284805051907_617489521_n

x sylvia

Hérna er pistillinn hennar Evu: 

Ég er nýbúin að vera unglingur.  Mikið var það erfitt.  Ég hætti ekki að hugsa um brjóstin á mér og hvenær þau ætluðu eiginlega að láta sjá sig? Svo þegar ferlið loksins byrjaði þá stækkaði eitt hraðar en hitt!  ÖMURLEGT.

Ég hugsaði mikið um útlitið og hvernig mig langaði til að líta út, hvernig ég átti að líta út.  Ég þráði að aðrir segðu mér hvort ég væri sæt eða í flottum bol.  Ég þráði hrós og viðurkenningu.

Það var eins og að þegar aðrir hrósuðu mér fyrir útlitið þá staðfesti það tilverurétt minn.  En hvað gerðist þegar að ég hrósaði (eða reyndi að hrósa) sjálfri mér?
Ég trúði því ekki.

Allir aðrir höfðu meira gildi en ég.

Í dag skil ég ekki hvers vegna allir unglingar finna þörf fyrir að eiga nákvæmlega eins fataskáp og hafa sömu skoðanir og að fara alls ekki sínar eigin leiðir – annars er maður ekki gildur! Eða kúl. Eða “fittar ekki inn”.  Að fitta inn er það leiðinlegasta sem ég get ímyndað mér að verja tíma í.  Af hverju í veröldinni ætti maður að vilja það?  Jú, því maður vill ekki að aðrir segi: ,,Vá hvað Eva er í ljótum bol.” Eða – ,,hvað þykist hún vera.”

,,Hver heldur hún að hún sé?”

–       ÞAÐ MEGA ALLIR BRILLERA Á SINN EIGIN HÁTT.

Ég voga mér ekki að skipta mér af sjálfsmynd annarra.  Enda kemur það mér ekki við.  Það eiga allir að fá að  ákveða sína leið og sínar aðferðir.  En það munu aldrei allir unglingar ákveða að hætta að dæma aðra á sama tíma, það er bara ekki að fara að gerast.

Þess vegna þarft þú, kæri unglingur, að leyfa þér að ákveða sjálf/ur hver þú ert og hver þín gildi eru.  Lofa sjálfum þér að þú munt standa með þér sama hvað.

 Þú ert mikilvægasta manneskjan í þínu lífi. 

Ekki besti vinur eða vinkona þín, ekki kærasti þinn eða kærasta þín.  Ekki foreldrar þínir, stjúpforeldrar, frændur eða frænkur.  Ekki stelpan sem elskar að baktala eða dæma þig.  Bara þú.

Hættu að hugsa um hvað öðrum finnst um þig.  Hvað finnst þér um þig?

Prufaðu að spurja þig að þessari litlu spurningu á
hverjum degi í 3 vikur og sjáðu hvað gerist.

– Eva Mattadóttir

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s