Fyrirmyndir

Meira en 75% barna í Bandaríkjunum líta upp til ættingja, þjálfara, kennara, samfélags leiðtoga og opinberara persóna sem fyrirmyndir samkvæmt 2008-2009 könnum sem gerð var af Horatio Alger Association. Rannsóknir sýna að opinberar manneskjur geta þjónað góðum tilgangi og haft jákvæð áhrif á ungt fólk. Michael Jordan var tekin úr körfuboltaliðinu sínu og fékk ekki að spila í menntaskóla en varð síðan besti körfuboltaleikmaður allra tíma. Eða milljarðamæringurinn Richard Branson, hann fékk ekki góðar einkunnir í skóla þar sem hann þjáðist af lesblindu, hann varð samt sem áður stofnandi og forstjóri yfir 400 fyrirtækjum. Oprah Winfrey sem varð fyrir kynferðislegri misnotkun þegar hún var yngri og kemur frá gríðarlegri fátækt er ein valdamesta fjölmiðlakonum heims og sögunnar í dag. Margt ungt fólk og eldra lýtur á þetta fólk sem góðar fyrirmyndir þar sem þau náðu að breyta ósigrum í sigra þrátt fyrir erfiðleika.

Við eigum það til að setja ábyrgð á herðar þessara svokölluðu fyrirmynda sem er viðmið fyrirfram mótað af okkur, yfirleitt ósk frá foreldrum um að annað fólk taki að sér uppeldið á börnunum sínum.

Ég aldist upp við að horfa á tónlistarmyndbönd eins og t.d. Dirty með Christinu Aguileru. Þrátt fyrir að mér fyndist hún flott þegar ég var yngri og hafði gaman af tónlistinni hennar, hafði tónlistarmyndbandið hennar engin gífurleg áhrif á mig. Ég var alin upp af foreldrum mínum, held að það hafi mótað mig og gildin mín fyrst og fremst, ég var ekki að fara klæða mig úr maka á mig olíu og finnast ég vera sexy. En það er mjög mismunandi hvað ungt fólk tekur til sín. Margar skiptar skoðanir hafa fengið að fljúga eftir að Beyonce gaf út nýjustu plötuna sína að hún sé ekki að haga sér til fyrirmyndar, eins og fyrr hefur komið fram er kannski sett of mikil ábyrgð á opinberar persónur, ekki það að þessar persónur eigi ekki að taka ábyrgð á sjálfri sér. Ég vil meina að foreldrar geti sett sterkt fordæmi og alið upp í krökkum þau lífsgildi sem að þau telja rétt, og krakkarnir meta síðan út frá sjálfri sér og geti gert greinamun hvað sé rétt og hvað sé rangt. Því ég held það sé erfitt fyrir krakka að komast hjá því að sjá hvað sé um að vera í samfélaginu þrátt fyrir rautt merki í horninu.

Svo hafa verið umræður um hvort Gunnar Nelson teljist vera fyrirmynd. Skiptar skoðanir eru á því útaf íþróttinni sem hann stundar, kannski er það ekki til fyrirmyndar. Slagsmál eru ekki til fyrirmyndar en strákurinn hefur lagt gríðarlega á sig í þessari íþrótt og er fagmannlegur hvað þetta varðar. Þrátt fyrir að íþróttinn sé gróf þá þarf ekki að troða honum inní þennan ramma að vera þessi svokallaða fyrirmynd. Hann veit hvert hann stefnir og hvað hann vill, hann fer á eftir því sem er aðdáunarvert og það má taka til fyrirmyndar. Foreldrar kenna kannski börnunum sínum muninn á að bardaginn sem að Gunnar tekur þátt í inniheldur dómara og er viðurkennd íþrótt og bardagi í skólum er ekki það sama. 

 Þetta eru eitthverjar vangaveltur sem hægt er að skoða. Foreldrar þurfa því kannski að upplýsa börnin sín hvað sé rétt og hvað sé rangt. 

x sylvia

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s