Þetta er stelpa..

Elska svona laugardaga sat og horfði á virkilega áhugaverða heimildarmynd á meðan ég japlaði á pizzu. 

Heimildarmyndin heitir “It´s a girl” þrjú banvænustu orð í heiminum. Heimildarmyndin fjallar um bágborna stöðu kvenna á Indlandi og í Kína. Sameinuðu þjóðirnar telja að um 200 milljónir stelpna eru týndar í dag, flestar af þeim koma frá Indlandi og Kína. 

China-One-Child-Policy1

Myndin byrjar á viðtali við konu í Indlandi þar sem hún segir að hún hafi drepið 8 stelpur sem hún hefur eignast. Þegar hún fæddi stelpurnar þá bleytti hún klút og braut í nokkra parta og lagði síðan á andlit barnsins, eða kyrkti þær þangað til þær liðu útaf. Hún talaði um að það tæki ekki langann tíma fyrir þær að deyja. Ég fékk svo í hjartað á að horfa á þetta svo sýnir hún hvernig hún braut saman klútinn og bleytti. Þessi kona sagðist ekki finna mikið fyrir því þegar hún gerði þetta þar sem að dætur eru þjófar. Þú græðir ekkert á því að eignast dóttir. Þetta er víst mjög almenn hugsun í Indlandi. 

fD58D

Síðan var tekið viðtal við Mitu Khurana sem er líka bloggari hérna á wordpress linkur hérna fyrir neðan. Saga þessara konu er alveg átakanleg og sýnir útlistun hvernig fordæmingar stelpna síast inn frá indversku samfélagi. En þessi saga sýnir jafnframt mikla móðurást og kærleik sem kona þarf að hafa til að vernda börnin sín. 

Mita verður þunguð, eiginmanni hennar og Mitu til mikillar gleði. Þangað til tengdamamma hennar heimtaði að hún myndi fara í skoðun, til þess að komast að því hvort kynið hún væri með í maganum. Hún neitaði að fara í skoðun og var hún læst inní herbergi í 3 daga, þar fékk hún hvorki mat né drykk. 

Eiginmaður hennar og tengdamamma komu síðar með köku inn til hennar sem hún borðaði af bestu list eftir að hafa verið svelt í heila 3 daga. En Mita var með ofnæmi fyrir eggjum og það vissi eiginmaður hennar og tengdamamma. Míta varð því virkilega veik og þurfti að fara á spítala. Hún er ekki með fulla meðvitund þá taka tengdamamma hennar og eigimaður þá ákvörðun að athuga hvort kynið hún gangi með. Þar kom í ljós að hún gangi með tvær stelpur. Tengdamamma hennar gaf henni þá tvo valkosti að eyða þeim báðum eða eyða annarri þeirra. Mita vildi eiga þær báðar, þegar hún kemur heim hrindir eiginmaðurinn hennar henni niður tröppur í kjallaranum og ætlar að láta hana dúsa þar. Hún liggur í blóði sínu en nær að flýja til foreldra sinna. Sem betur fer náðist henni að heilsast vel og eignaðist yndislegar tvær stelpur. 

Margar konur lenda í þessu í Indlandi og láta þær oftast nær undan pressunni. Láta dætur sínar til ættleiðingar eða drepa börnin. En Mita er ekki fórnarlamb hún er baráttu kona og er í dag að berjast fyrir réttindum stelpna. Hefur fengið margskonar hótanir frá yfirvöldum að þau munu drepa hana eða nauðga henni og dætrum hennar. En hún lætur ekkert á sig fá og heldur herferð sinni áfram. Hún er enn þann dag í dag að berjast fyrir þessum réttindum og ég tek að ofan fyrir þessum leiðtoga og sterku konu.

Bloggið hennar á linknur hérna fyrir neðan.

http://mitukhurana.wordpress.com/

Svo er farið yfir til Kína þar er talað að um 1500 fóstureyðingar eru gerðar á klst. Allt vegna þess að þetta eru stelpur, það vill enginn eiga stelpur. Það eru 100.000 stelpur munaðarlausar á ári. Það er innstimplað inní fólk í landinu að þú græðir ekkert á því að eignast stelpur. Það kom meira að segja setning sem sagði að dætur væru eins og vatn sem hefði mátt fara til spillis. 

httpwww.slcc.edunursingimagescribs_-_babies_in_orphanage

En útaf því að það er alltaf verið að eyða stelpum eru orðnir miklu fleiri karlmenn í landinu, það mikið meira að það eru ekki nægar konur fyrir þessa menn að kynnast, talað er um að það séu um 37.000 milljónir manna sem að munu ekki eignast konu. Þess vegna verður svo mikið mannsal. 

Mæli hiklaust með því að þið horfið á þessa mynd. Ég sit hérna heima og er að spá hvað maður getur gert til að gera þetta örlítið betra. En maður getur ekki bjargað heiminum, en maður getur samt gert eitthvað. Mun koma til með að deila með ykkur lausninni þegar ég kemst að henni sjálf. Margt smátt gerir eitt stórt. 

Annars eigiði yndislegan laugardag ég mun allavega gera það er að fara mála tvær krúttvinkonur fyrir árshátíð og svo er nautakjöt og bernaise heima í tilefni þess að Hólmbert er á landinu! 

x sylvia

Fylgstu með á facebook 🙂

20140308-152735.jpg

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s