Stelpa → Dama → Kona?

Hitti vinkonur mínar um daginn og við vorum að tala hvenær ertu orðin kona… hvenær hættiru að vera stelpa. Það vorum  margar skiptar skoðanir.

Ég fór að kynna mér þetta aðeins og hér eru nokkar skoðanir sem að fólk hefur verið að setja fram:

“Þú ert orðin kona þegar þér finnst þú orðin ábyrg. Sumar konur verða konur fimmtán aðrar eru enn stúlkur á sjötugsaldri”

“Konur eru hjálparvana og háðar þegar þær eru stelpur”

“Þú ert orði kona þegar þú ert sjálfbær og ekki háð öðrum. Fólkið sem er í kringum þig er þar því þú elskar það og þú vilt að það sé þarna, þú getur borgað reikningana þína og ert ekki alltaf að leitast við að auka sjálfsálit þitt”

“Þú ert orðin kona þegar þú hefur öðlast visku og traust. Að velja rétt í hverri stöðu sem þú stendur fammi fyrir og veist að gildin þín koma fyrst.”

“Fyrir gyðinga ertu 13 ára þegar þú verður kona, munið gamla bæn “Ég fæddist hvorki kona né þræll”. “

“Ég er ennþá að bíða…. ætti ég að gefast upp? Heiðarlega held ég að það sé 25 ára. Einhver sagði mér að það færi allt niðrá við eftir það.”

——————————–

Þetta er eitthvað af því sem fólk var að velta fyrir sér. Mér finnst svo skrítið að bæði stelpa og kona geti verið túlkað á svona neikvæðann hátt. Ef þú ert stelpa þá ertu lítil frekja sem hugsar bara um sjálfan þig og ef þú ert kona þá ertu gömul og hert. 

“Segðu konunni hvað þú vilt” fékk ég að heyra þegar ég var 14 ára að vinna í ísbúð og ég hugsaði, ég er ekki orðin kona.

Kona hefur þetta þunga yfirbragð, hljómar svo gamalt vilja sumir meina.”Vinur minn er að deita þessa frábæru konu” hljómar eins og eldri kona, þó svo að maður vilji nota orðið kona. Aldur er ekki eitthvað sem að þú átt að óttast – en við viljum ekki vera með orðaforða sem gerir okkur eldri en við erum.

I´m not a girl not yet a women eins og Britney Spears gerði frægt um árið. En þar segir hún:

I’m not a girl,
Not yet a woman.
All I need is time,
A moment that is mine,
While I’m in between.

ekki stelpa... ekki orðin kona?

Þú ert ekki stelpa og ekki orðin kona hvað ertu þá, hvert er skrefið þarna á milli?

Dama?

Dama er því kannski orð sem að er áfrýjun þess að vera ekki stelpa og ekki orðin kona. Fyrir þær sem að er með sömu líðan og ég. Ég er ekki að segja að mér finnist orðið kona ekki fallegt, ég er bara að segja að merking orðanna veltur á því hvort ég vilji skilgreina mig sem unga eða gamla. 

Þrátt fyrir að ég sé sjálfstæð og viti hver gildi mín í lífinu eru í dag vil ég ekki meina að ég sé orðin kona. En samt er ég ekki stelpa. Ég er þá kannski bara dama..

svo er hægt að skoða þetta líka fyrir menn.. strákur eða kall?

Hvað finnst þér, hvert er milliskrefið?

Erum við kannski bara bæði, fullkominn millivegur!

Ætla að ræða þetta á vaktinni kl. 16 í dag með Jóni og Óla 🙂

x sylvia

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s