Þreytandi fréttakona

Mér finnst ég aldrei hafa multitaskað jafn mikið og síðustu daga! hahaha er frekar stolt af sjálfi mér þessa vikuna. 

 Var að vinna allan daginn í Ölgerðinni í gær og átti samt að skila verkefni á miðnætti. Vandamálið var að ég var ekki byruð á bókinni!! Við getum sagt að ég hafi verið pínu stressuð.

Náði samt að klára bókina á 5 tímum og skila verkefninu á réttum tíma! Þessi bók er stórmögnuð. Bókin heitir Ríkisfang ekkert. Ég var með blautar kinnar á köflum… kemur sumum ekkert á óvart, þar sem ég virðist alltaf vera grenjandi! En þessi bók er átakanleg og er um tvær konur sem eru búsettar hér á Íslandi í dag, en þær eru að segja frá upplifuninni sinni af írakstríðinu þegar þær voru búsettar þar með fjölskyldu sinni. Ég hálf skammast mín fyrir að kvarta yfir ótrulegustu hlutum eftir að hafa lesið hvað þessar konur þurftu að ganga í gegnum. Mér finnst stórmerkilegt að þær hafa náð að halda geðheilsu. Ef það var ekki eitt þá var það eitthvað annað!

Þetta er bók sem að þið getið ekki lagt frá ykkur, skyldulesning punktur. 

En í kvöld las ég fréttir á RÚV… djók… ég póstaði mynd á instagram og facebook þar sem ég er í fréttasettinu. Þetta var pínu grín, ég er ekki að lesa fréttir. Bogi og Jóanna Vigdís standa sig svo vel í því  starfi.

Hólmbert sendi mér skilaboð á facebook “ERTU FARIN AÐ LESA FRÉTTIR!” 

ekki svo gott… sit núna í græna sófanum heima eins og svo marga aðra föstudaga búin að háma í mig heimabakaða pizzu og sit nú með eina lúku af nóa kroppi og pikka með hinni. Ætla að vera yfirþyrmandi þreytandi við múttuna mína og leyfa henni ekki að anda fyrir spjalli! Þegar ég er ekki búin að hitta hana lengi þá á ég það til að elta hana inná klósett blabbandi um lífið HAHA .. hún svona “nenniru að fara”. Hrikalega þreytandi einstaklingur sem ég er :’)

Njótiði föstudagsins, mamma mun ekki gera það .. jú pínu .. samt ekki 

x sylvia

20140228-212028.jpg

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s