Konur < Karlar

Ég lenti á svo skemmtilegu spjalli við eina stelpu í seinustu viku og við gjörsamlega dóum úr hlátri. 

Við vorum að pæla í því hvað konur hafa miklu minna svigrúm heldur en karlar í fjölmiðlum. Hafiði tekið eftir því að þegar það er horft á sjónvarpið þá er alltaf farið í það hvernig konurnar lýta út. Hún er vel til höfð, fínt hárið og flott förðun. En þegar það kemur að karlinum skiptir það núll máli. 

Fórum líka að ræða ef það kæmu kvenkyns konur sem Auddi Blö og Sveppi hahaha. Ef að það væru tvær konur bara …

“Sigga ætlar að pissa í sig.”

ATMPee

“Sigga ertu tilbúin”. HAHA … bara hvað ég hló mikið segir mér það hversu skrítið þetta er. Eða tvær konur í setti að blanda ógeðisdrykk saman og ælandi í fötu. 

gubb

Allar konur í fjölmiðlum eru settlegar. Það er enginn kona að gera þessa hluti, nema þá þegar það eru sketsar í stelpurnar, svínasúpunni eða öðru slíku. En þá er verið að sýna hversu fyndið þetta væri ef þetta væri svona. Ekki eins og raunveruleikaþáttur hjá strákunum. 

“hey Sigga er nakin og ætlar að labba í gegnum þessa bílaþvottastöð… “

Labbar allsber kona á túttunum í gegnum bílaþvottastöð og önnur kona að pissa í sig úr hlátri. Kannski loðin eins og strákarnir :´)

Nei ég er að hlægja upphátt að skrifa þetta, mér finnst þetta of fyndið. Það er eins og það séu mörk að konur geri þetta ekki, en karlar fari létt með þetta. 

Ég meina við höfum oft séð þessa menn með bumbuna útí loftið loðna allsbera í sjónvarpi, sæji það í anda að það stæði kona þarna og fengi sömu viðtökur. 

 Þegar það eru konur að ræða í póltík sá ég að sumir settu athugasemd að þær væru að grípa fammí svo er aldrei sagt þegar mennirnir tala útí eitt. Það er eins og konur þurfi að vera mun kurteisari en karlar. En það eru alvarlegri mál..

Þetta er skemmtileg pæling. En segiði mér hvað ykkur finnst… viljiði fá svona konur í sjónvarp og myndu þær fá sömu viðtökur?Konur sem að myndu ögra kynjahlutverkinu 😉

Ræði þetta frekar á vaktinni með Óla og Jóni á eftir kl. 16 á fm 95,7 🙂

x sylvia

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s