Krúttuð DIY

Föndurverkefni sem tekur enga stund, flott í gjafir. Mér þykir alveg svakalega vænt um þessi föndurverkefni mín þar sem að þau eru mjög persónuleg. Þetta er ekki erfitt en kostar nokkra peninga.  Ég gaf mömmu þennan striga á afmælinu hennar ekki fyrir svo löngu síðan, þegar ég rétti henni þessa gjöf þá fór hún að gráta, hún sagði að hún hefði aldrei fengið flottari gjöf. Ég bað bræður mína og pabba að koma með eitt lýsingarorð sem átti við hana svo setti ég það á strigan eftir aldursröð. Ég hef verið að taka að mér að gera svona fyrir fólk ef að þið hafið áhuga. 

Þetta hangir síðan fyrir ofan eldúsborðið. Mamma sagði að henni þætti alltaf jafn vænt um að horfa á þetta þegar hún fengi sér morgunmatinn sinn. 

lgl20140215-141033.jpg

20140215-141039.jpg

Setti síðan stafi fyrir ofan spegilinn hjá mér “Þú átt val” þessi spegill er akkurat það síðasta sem ég sé á leiðinni út. Þetta minnir mig á að ég ákveð hvernig ég ætla að fara inní daginn. Því það er allt undir manni komið hvernig maður vill upplifa daginn neikvæður eða jákvæður, glaður eða sorgmæddur. Þú ræður hvernig þú tekur á aðstæðum, mér fannst þetta tilvalið að minna mig á þetta. Einfalt en þýðir mikið fyrir mig. 

20140215-141049.jpg

20140215-141854.jpg

Svo gerði ég mína eigin mynd “I was here, I lived, I loved” Þessi setning kemur úr Beyonce lagi og minnir mig á að njóta hvers dag fyrir sig. Mér þykir alveg óendanlega vænt um þetta lag. Mikill innblástur í því, hún er náttúrlega alveg stórmagnaður kvenmaður og mikil fyrirmynd! 

Þegar mig vantar drifkraft hlusta ég á þetta lag. 

http://www.youtube.com/watch?v=i41qWJ6QjPI

ef það eru eitthverjar spurningar endilega sendið mér póst, ef þið hafið áhuga á að ég geri svona fyrir ykkuar þá líka endilega að heyra bara í mér. Getum fundið flottar hugmyndir saman 🙂

x sylvia

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s