Um mig…

IMG_7363 IMG_7364

sumir dagar voru einfaldlega erfiðari en aðrir

IMG_7368

Augun opnuðust fyrir mér hvað ég á mikið af góðu fólki í kringum mig

IMG_7376 IMG_7439

Mistheppnuð tilraun til að gera duckface, ég reyndi að vera sæt 😉

282932_10203080754679447_172770003_n

glansmyndin af lífinu

Góðan dag sveitungar, var að uppfæra vinkilinn um mig, svo þið kannski skiljið mig örlítið betur 🙂

Ég heiti Sylvia, ég ákvað mér til gamans að opna blogg, til að koma hugmyndum, hugsunum og lífi á tölvuskjá.

Ég var búin að skrifa allskonar pælingar og skoðanir í word skjal en hafði aldrei þorað að tjá mig um það upphátt. Og áður en fartölvurnar voru vinsælar skrifaði ég í dagbók á hverjum einasta degi, er ekkert að grínast á hverjum einasta degi… pælingar um lífið. Þegar ég les þessar pælingar um lífið 14 ára … þá pissa ég hreinlega í mig. Vissi ekki að ég væri þessi viðurstyggilega mikla gelgja, hélt ég hefði sloppið við þessa veiki. En það sem hefur greinilega verið áhugamál mitt er fólk, afhverju fólk hagar sér eins og það gerir. Þetta er einskonar árátta og þráhyggja hjá mér, ég er alltaf að spá og spekúlera í hegðunum og aðgerðum fólks. Það sem ég elska að gera er að hjálpa fólki. Þegar ég var lítil hjúkraði ég allt og öllum, bangsinn minn fékk gat á fótinn, ég bjó til rúm handa honum með vatnsglasi við hliðiná. Saumaði fyrir gatið og passaði síðan uppá að hann fengi örugglega næga næringu á meðan hann jafnaði sig á sárum sínum. HAHA … ég var hádramatískur krakki eins og þið sjáið. 

Ég lenti í því óheppilega atviki í febrúar í fyrra að fá taugaáfall. Þar sem ég lamaðist hægra megin í andliti, fæti og hendi. Ástæðan fyrir því að ég varð svona veik var sú að ég var undir miklu álagi tilfinningalega. Ég var í 5 vinnum og fullu háskólanámi. Mér finnst allt svo spennandi að ég get ekki sagt nei við neinu.

Ég sé tækifæri allstaðar.

En það tók sinn toll á líkamann og hann sagði stopp loksins. En þegar ég lá uppá spítala, þurfti ég að hugsa hlutina alveg uppá nýtt. Hvað mig langaði að gera og hvað ég ætlaði að fókusera á. Mér fannst eins og það hefði verið kippt undan mér öllu. Svo vildi ég ekki vera vanþakklát fyrir að það myndi örugglega vera í lagi með mig. En ég hugsaði verð ég alltaf eins og Quasimoto í framan. Ég var með lepp því ég gat ekki lokað auganu. Slefaði því munnurinn minn var lamaður, varð keyrð um í hjólastól, ég gat ekki séð um mig sjálf sem er ógeðslega erfið tilfinning.

 Svo kom frétt af mér á vísi 3 dögum eftir þegar ég var uppá spítala hvaða húðvörur ég væri að nota. Þá sé ég mynd af mér þar… eins og ALLT sé í stakasta lagi. Ég var að lifa í glansmyndinni. 

Sjúklingur að gefa ráð um húðvörur…

Þetta kenndi mér alveg ótrúlega margt þrátt fyrir að allt síðasta ár var ég inn og útaf spítala. Ég hef ekki þorað að skrifa um þessa reynslu. En ég er hætt að lifa í glansmyndinni og ætla því að deila henni með ykkur. Ég hef aldrei lært jafn mikið á einu ári eins og í fyrra. Mér fannst margir áramótastatusar vera að segja hvernig árið hefði gengið og ég fékk mig ekki til þess að deila mínu ári með neinum. Allir hafa sinn böggul að bera…

Eins og ég segi þurfti ég að hugsa margt uppá nýtt á síðasta ári og þess vegna byrjaði ég að skrifa eitthverja pistla í tölvuna mína.. 

Það var ekki fyrr en ég byrjaði að vinna á Vísi sem blaðamaður sem að ég fór að hafa gaman af sjálfri ritlistinni, þrátt fyrir að ég sé enginn penni. Ég hugsaði ég með mér, ef ég umskrifa bara pælingarnar mínar og nota það sem ég hef lært í blaðamennskunni þá gæti ég mögulega komið þessu frá mér. 

Það hafðist, náði loksins að birta pistilinn minn “Já þessi.. hún er klikkuð” sem var búinn að vera í tölvunni minni í kringum 3 ár. Ég var pínu hikandi fyrst, en ákvað síðan að ríða á vaðið. Ég hélt að kannski að tveir – þrír myndu lesa pistilinn. En svo kom fyrir ekki, þegar ég kíkti aftur um kvöldið á heimsóknartíðnina voru 26.342 manns búnir að kíkja á bloggið. Ég fékk pósta hvaðan af frá fólki sem lét mig fá metnað fyrir þessu verkefni, foreldrum sem hafa áhyggjur af börnunum sínum, og það allra helsta nokkrum stelpum sem eru á aldrinum 13-15 ára sem að var létt við að lesa bloggið. Innihald ákvað síðan að birta greinina og fór ég síðan í útvarpsviðtal við Dýragarðinn í kjölfarið.

Þetta var greinilega þörf umræða!

Nú er ég komin með flottan lesendahóp sem að lætur mig hafa brennandi eldmóð til að halda áfram. Þetta litla hliðardúllerí mitt varð allt í einu miklu stærra en ég ætlaði mér. Útaf blogginu er ég núna orðin fastur dagskrárliður á FM 95,7 sem heitir “rödd skynseminnar” þar er ég að ræða málefni liðandi stundar, bloggið mitt og fleira.

Megið endilega senda mér málefni sem að ykkur liggur á hjarta! Finnst ég ekki segja það nógu oft en mér finnst ALLTAF jafn gaman að heyra í ykkur. Það er það eina sem heldur þessu bloggi gangandi!

Verðið að afsaka ef ég er að gera eitthverjar stafsetningarvillur eða fer að bulla, er ADHD barn og get verið alveg ótrúleg fluga. 

með kærleik,

Sylvia

 

Advertisements

2 thoughts on “Um mig…

  1. Þú ert ótrúleg Sylvía, takk fyrir að vera mannleg elsku þú 🙂
    Þú ert svo mikil fyrirmynd, falleg að utan sem og innan 🙂
    Gaman að fá að fylgjast með þér : )

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s