Einn sjóðheitur!

20140203-153710.jpg

20140203-153718.jpg

Var að drífa mig og ákvað að henda boozt. Notaði það sem ég átti inní ísskáp. Ég er ekki að grínast hann er með þeim betri, vil klappa mér á bakið fyrir frábæra uppfinningu.

Geri þennan klárlega aftur 🙂

Uppskrift: 

Gojibersafi Virkni

Hálfur banani

Sítrónusafi – (kreisti sítrónu ofan í… alls ekki mikið.)

Jarðaber

Engifer

Gulrætur í safapressu svo hellt í

Chia fræ 

Klakar

CAYENNE PIPAR! 

Það sem hráefnin gera fyrir þig:

Gulrót: 

– Bætt sjón, þær eru ríkar af karótín sem breytist í A-vítamín í lifrinni. A-vítamín er umbreytt í sjónhimnuna. 

– Krabbamein forvörn, rannsóknir hafa sýnt að gulrætur draga úr hættu á lungnakrabba, brjóstakrabba og ristilkrabbameini. Vísindamenn hafa uppgvötað Falcarinol sem þeir telja að valda krabbeinslyfja eiginleika. 

–  Á að hæga á öldrun frumna í líkamanum. 

– Heilbrigð og ljómandi húð innan frá. A-vítamínið og andoxunarefnin vernda húðina gegn sól skaða. Skortur á A-vítamíni getur valdið þurri húð, hári og nöglum. A-vítamínið kemur í veg fyrir ótímabærar hrukkur, bólur, þurra húð og misjafnan húðlit. 

– Sótthreinsandi. Gulræturnar eru þekktar hjá grasalæknum til að koma í veg fyrir smit. 

– Hreinsar líkamann. A-vítamín hjálpar lifrinni að hreinsa eiturefnin úr líkamanum. Dregur úr galli og fitu í lifrinni. Trefjarnar í gulrótinni hjálpa til að hreinsa úr ristlinum og hreinsun á úrgangi. 

– Heilbrigðari tennur og tannholdi. Gulrætur hreinsa tennurnar í munni. Gulræturnar örva góminn og kallar fram mikið af munnvatni sem er baskískt. Steinefni í gulrótum kemur líka í veg fyrir skaða í tönnum. 

Engifer: 

– Á að deyfa matarlistina

– Gott við liðverkjum þvi það býr yfir bólgueyðandi eiginleikum.  

– Gott ef þér er illt í maganum að borða engifer til að minnka verki 

– Kvef meðal. Á að hjálpa til þegar þú ert með flensu að hreinsa þig

Gojiber: rannsóknir hafa sýnt að þau eru innihaldsrík af A-vítamínum og andoxunarefnum.

Nokkrar rannsóknir sýndu meira að segja að fólk fái betri andlega líðan, betri árangur í íþróttum, meiri gleði og betri svefn.

Cayenne pipar:  kemur í veg fyrir veikindi og kvef, hjálpar fólki við að losna við mígreni, virkir magann og hjálpar við meltinguna, eykur munnvatnskirtlana, hjálpar við blóðstreymið, á að koma í veg fyrir krabbamein, hjálpar við að losna við auka kg því það kemur grunnbrennslunni af stað.

Chia: eiga að vinna gegn því að þú gætir mögulega fengið sykursýki, ríkt af omega 3 fitusýrum, styrkir tennur og bein, berjast gegn fitu á maganum, hjálpa hjartanu.

Sítróna: 

styrkir ónæmiskerfið

vatnið hreinsar meltingarveginn

skolar óæskileg efni úr líkamanum hraðar

hreinsar húðina vegna aukinna C-vítamína, auk annarra andoxunarefna sem eru í sítrónunni. Drepur meira að segja bakteríur sem geta valdið bólum.  

Sítrónan á að gera þig orkumeiri vegna neikvæðra jóna sem hún inniheldur. Hún er ein af fáum matvælum sem hefur þessi áhrif. Það er sagt líka að lyktin af sítrónu eigi að hjálpa fólki að hreinsa hugann og draga úr stressi. 

sítrónan er ómissandi næringarefni til að hjálpa við að styrkja bandvefi, bein og brjósk. C-vítamínið á að hafa einnig bólgueyðandi áhrif. 

Hann reif alveg verulega í. Ég fann hvað hráefnin voru að gera fyrir mig! 

Latið mig vita hvað ykkur finnst 🙂

knús í hús

Sylvia

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s