Blame it on the alcohol..

20140126-172804.jpg

20140126-172923.jpg

20140126-172933.jpg

20140126-172942.jpg

20140126-172950.jpg

Ég kíkti út með stelpunum á föstudaginn. Við fórum í kokteila og mat á Kopar sem er alveg hreint frábær staður. Ég fékk mér kalkúninn sem bráðnaði uppí mér. Ég mæli líka hiklaust með því að fólk fái sér fjólu mothito-inn. Hann er bæði fallegur fyrir augað eins og hann er bragðgóður. 

Ég er farin að taka minna af þessum tilefnislausu tjúttum. Þar sem að mér finnst ég eiginlega orðin of gömul fyrir það og líka af þeirri ástæðu að taugakerfið mitt er ekki uppá sitt allra besta. Mér finnst ég vera svo stressuð yfir minnstu hlutum vikuna á eftir, og finnst ég oft ekki vera standa mig 100% í þeim verkefnum sem ég er að taka mér fyrir hendur. 

Kannast einhver við það? 

Eitt ráð sem að ég geri alltaf er að taka B12 vítamín rétt áður en ég kíkji út.  B12 vítamínið er mjög gott fyrir taugakerfið. Ég lærði þetta ráð af langömmu minni, hún var greinilega mikill viskubrunnur. Ég er alltaf að vitna í ömmu gömlu. Hún bauð alltaf öllum uppá B-vítamín á áramótunum þegar fólk var að fá sér í glas.  

Ég fer líka alltaf í gufu morguninn eftir til að svitna mest öllu áfenginu út. Þið haldið að ég sé áráttu og þráhyggju sjúklingur haha. En ég hef lesið mér mikið til um hvaða áhrif áfengi hefur á líkamann þar af leiðandi vill ég helst losa mig við það sem fyrst.  En áfengið er í líkamanum 7 daga á eftir, þar af leiðandi ef fólk er að tjútta einu sinni í viku, nærðu áfenginu aldrei fyllilega útúr líkamanum. 

Annað sem ég er byrjuð að gera líka er að fá mér 24 Hydrate því áfengið bindir svo mikinn vökva í líkamanum. Hydrate er hitaeiningalaus drykkur með rafvökvum til að hvetja til vökvaneyslu. Drykkurinn inniheldur 100% ráðlagðan dagskammt af C-vítamíni sem hjálpar við að draga úr þreytu og þróttleysi. Hann inniheldur einnig B-vítamín (B1,B2,B12 og pantóþensýru), kalk og magnesíum öll þessi vítamín eiga þátt í eðlilegum orkugefandi efnaskiptum.

4 og síðasta ráðið sem ég heyrði og hef einnig verið að tileinka mér er að fá mér grænt te og ofnæmistöflu þegar á heimleiðina er komið. Þá áttu að losna við timburmennina morguninn eftir. 

Þetta er allavega eitthvað af ráðum til að komast hjá því að upplifa anna og þriðja dag í þynnku. Þetta er eitthvað sem ég hef tileinkað mér því mér líður betur með vikuna á eftir. 

x sylvia

p.s ég var fengin til að ræða málefni líðandi stundar á FM 957 á morgun milli 16-17. Endilega stillið inná á morgun ef þið hafið áhuga. 

20140213-145816.jpg

 

Fallegi fjólu mohitoinn! 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s