Tea will warm you…

Jæja búin að þjálfa Dale í kvöld og loksins komin heim, þreytan farin að segja aðeins til sín. Ætla henda í mig einum Chamomile te bolla sem er svo gott fyrir svefninn. 

Ég lærði te gerð í Kína þegar ég fór þangað 2009. Ég fór í bæ í Kína þar sem að seinni heimstyrjöldin átti sér stað. Mögnuð upplifun að sjá byggingarnar, skotin voru ennþá í veggjunum á húsunum.

Í þessum bæ fór ég og fékk að sjá hvernig te menningin er. Það sem mér fannst forvitnilegt voru konurnar sem unnu við að sýna hvernig þetta var gert. Þær voru allar rosalega stoltar að hafa verið valdnar í þetta hlutverk. Þetta er einhverskonar list og ceremonia. Þær dönsuðu á meðan þær löguðu heitt te-ið. 

Lang amma mín kom frá Englandi og þess vegna hefur te alltaf verið drukkið mikið á mínu heimili. 

Það sem Chamomile te á að gera fyrir þig: 

1. Samkvæmt rannsóknum á chamomile vatn að hjálpa til við að láta sár gróa hraðar. Það er einnig bólgueyðandi og sýklalyfja áhrif. 

2. Hjálpar við sykursýki

3. Bakteríudrepandi

4. Róar og hjálpar við vöðvakrampa

5. Sefar magaverki 

6. Stuðlar að betri svefni. Hjálpar taugakerfinu svo þú getur sofið betur. Þetta hefur verið notað sem lausn við svefnvandamálum öldum saman. 

7. Stuðlar að heilbrigðri húð, hjálpar við að hreinsa erting í húð, esem, bólur og ofnæmi.

En ég ætla nú að leggjast á koddann, góða nótt!

x sylvia

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s