Að misstíga sig…

20140119-140240.jpg

Byrjaði daginn á 90 mínútna hot yoga. Sit nú og sötra meðan ég glugga í blöðin. 

Ég fór aðeins að hugsa eftir lætin um ummælin sem að Björn Bragi lét útúr sér  í gær.  Fyrir utan það að ummælin hafi verið fyrir neðan allar hellur, þá var hann fljótur að biðjast afsökunar á þessu. Mér finnst bara svo sorglegt hvað margir á þessu góða landi okkar eru tilbúnir að rakka alla í sig. Það er eins og allir séu að bíða eftir að fólk misstígi sig. Fólk hættir ekki að rífa niður manneskjuna, svo hún sé helst farin í súgin, rekin og farin.  Við gefum engum tækifæri.

Á það að vera þannig á Íslandi að við fáum eitt tækifæri.  Ef við gerum mistök… er þá mannorðið bara ónýtt?

Þetta dæmi með Björn Braga er ekki einsdæmi. Þetta á bara við um svo margt, ég hef komið inná þetta áður. Mér finnst svo sorglegt hvað fólk á erfitt með að samgleðjast í gleðinni en er svo mætt fremst í flokki til að drulla yfir manneskjuna þegar hún gerir mistök, eða liggur niðri. 

DRULLUM YFIR MANNESKJUNA SVO HÚN GETI ÖRUGGLEGA EKKI STAÐIÐ UPPRÉTT AFTUR!

20140119-142354.jpg

Erum við alltaf að bíða eftir að fólk misstígi sig…. til að upphefja sjálfan okkur?

Hvernig fyrirmyndir erum við fyrir yngri kynslóðina ef við gerum þetta. Krakkar eru hrikalega hræddir við að mistakast, segja sína skoðun eða bara vera það sjálft þá er það tekið af lífi. 

Kannski eitthverjir hafi þetta til umhugsunar. Ég er að sjálfsögðu ekki að tala um alla og auðvitað í lagi að hafa skoðanir á hlutunum. Þetta er bara stundum orðið aðeins meira en að setja fram einhverja skoðun. 

með kærleik, 

Sylvia

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt
aðgát skal höfð i nærveru sálar.
Svo oft leynist strengur í brjósti sem brast
við biturt andsvar gefið án sakar.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast
sem aldrei verður tekið til baka.

Advertisements

One thought on “Að misstíga sig…

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s