Veggurinn – DIY

Hef fengið mikið af spurningum hvernig ég gerði þennan vegg, og hef meira að segja heyrt allskonar pælingar. Hérna til að svala forvitninni ykkar, og ykkur til leiðsagnar þá ætla ég að segja ykkur hvernig ég gerði þetta 🙂 YKKUR YKKUR YKKUR .. svolítið mikið “ykkur” í þessari setningu þarna .. :´)

Þetta verkefni var rosalega tímafrekt en með réttu tónlistinni og jákvæðu viðhorfi er allt fyrir hendi!

ok djók… þetta var alveg ömurlega jákvætt eitthvað! 

Nei eins og ég segi þá er þetta skemmtilegt ef þið gerið þetta skemmtilegt þó svo að ég hafi í endann legið í gólfinu og neitað að gera meira. Eins og þegar mamma er að klæða barnið sitt heim úr leikskólanum, það er þreytt … það er pirrað…með hor.. liggur á gólfinu og vælir. Þannig var ég!

En loksins hafðist þetta og mér til mikillar ánægju 😉

En allavega ég byrjaði á að velja mér grunnlit á vegginn. Hlýi grái liturinn varð fyrir valinu hjá mér, ég vildi eitthvað tímalaust og eitthvað sem ég myndi ekki fá leið á. Málar vegginn tvær umferðir.

Næsta skref er að búa til munstrið sem þig langar að nota.

Cheerios pakki eða eittver pappi

Brjótið hann saman til helminga

Ég lék mér heillengi með að reyna að finna rétta munstrið. Notaði skálar til að gera bungurnar fínar og reglustiku. Þetta er bara persónubundið hvernig þig langar að hafa munstrið. Í versta falli googliði “stensla” eða eitthvað svoleiðis! getið sé myndina af munstirnu einu og sér hvernig lokaútkoman varð hjá mér.

Næsta skref þegar munstrið er ákveðið þá er það að skissa vegginn. Með blýanti! mhm .. blýanti. ég byrjaði efst í horninu hægramegin. þar er munstrið hálft! sjáið þið það á myndinni? Getið sent mér póst ef þið eruð ekki að skilja og ég skal senda ykkur nánari mynd. 

byrja efst og færi mig síðan niður fer aftur upp og færi mig niður. Koll of kolli.

Jæja búin að skissa vegginn þá fariði í föndru þær eru með mjög góða málningu til að nota í þetta verkefni. 

Ég valdi mér silfurlitaða málningu. Málningin heitir Martha Steward Crafts. Ég keyptu mér síðan frekar stífan pennsil sem er sirka 1 cm á breidd. Vildi hafa munstrið svolítið þykkt en ekki of þykkt. 

Svo ferðu fara ofan í línurnar með málningunni! 

Þá kemur þetta listaverk út

Ef þið ákveðið að fara í þetta verkefni heimta ég að fá sjá loka útkomu!!!

það er skylda! 

annars gangi ykkur vel, ef það eru eitthverjar fleiri spurningar endilega sendið mér póst, kommentið hérna fyrir neðan!

knús í hús

x sylvia

20140110-133228.jpg

20140110-135436.jpg

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s