Gærkvöldið

Ég er forfallinn súkkulaði sjúklingur. Hélt í alvörunni að ég myndi aldrei segja þetta. Man þegar ég var að hlusta á Svala, Siggu og Gassa í morgunútvarpinu fyrir mjög löngu síðan og hún talaði um að konur elskuðu súkkulaði, vegna þess þær ættu að fá eitthver boðefni um fullnægingu þegar þær settu súkkulaðið inn fyrir varirnar á sér.

Ég hugsaði “ég elska súrt hlaup”. Það gerir ekki mikið fyrir þig.

Mér fannst súkkulaði alveg gott en ekkert sem ég var að missa mig neitt yfir, í dag er hinsvegar voðinn vís. Ég borða súkkulaði á hverjum einasta degi! Ég fékk þetta fína konfekt frá góðvinkonu minni henni Lilju sem býr útí Sviss, það sem þessi gjöf er mikil himnasending. Ég naut þess að borða hvern einasta mola á meðan ég glápti á heimildarmyndir.

Ég elska að horfa á heimildarmyndir og heimildarþætti. Það er smá þráhyggja hjá mér og vona ég eitthvern daginn að ég eigi eftir að gera mína eigin. Komin með hugmyndir af skemmtilegu efni!

Ég er ábyggilega heimildarmyndarsjúklingur útaf pabba. Hann elskar þetta og finnst mér fátt skemmtilegra en að sitja uppí sófa með honum og horfa á þær.

Það sem súkkulaði á að gera fyrir þig:

1. vísindarmenn við Hardvard komust að því að súkkulaði getur hjálpað hjartanu að vera heilbrigðara. Hjálpar til við aukið blóðflæðis til hjartans.

2. Ef þú ert með of háan blóðþrýsting getur það hjálpað til við að lækka hann. En þá bara við brúnt súkkulaði ekki hvítt.

3. húðin breytist hún verður rakameiri, sléttari og minna rauð.

Þannig súkkulaði er ekki alslæmt 😉

20140108-112439.jpg

x sylvia

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s