Helvítis meðalmennska

http://vitaminl.tv/video/1986?ref=rcmÉg lenti á tímamótum nokkrum sinnum á þessu ári, það eitt og sér lét mig þurfa hugsa hlutina alveg uppá nýtt. Það að vera búin að vinna markvisst að eitthverju og mistakast síðan eru hlutir sem ég held að allir eigi erfitt með að kyngja og viðurkenna. En það lætur mann hugsa “hversu mikið langar mér þetta”. Ég held að lífið sé alltaf að prófa okkur, sjá hvað við erum tilbúin að skuldbinda okkur mikið, og árangurinn byggist á því hvað við erum tilbúin að vinna mikið í því til að ná þeirri niðustöðu sem við þráum, þessi endalausi drifkraftur sem þú ert tilbúin að leggja í hlutina. Þegar þú ert búin að klífa fjallið og komin á toppinn, það eru verðlaunin sem að þú færð þegar þú leggur hug þinn og sál á borðið.

Þú þarft þennan bilandi eldmóð sem kemur metnaðinum þínum á hærra stig, þessi eldmóður einn og sér getur flutt fjöll, þessi kraftur þarf samt að vera ásettur og stöðugur. Fókus punkturinn þarf að vera á kristaltæru. Þessi ásetningur munurinn og skilgreiningin á manneskjunni sem lifir draumnum sínum og manneskjuna sem lifir með eftirsjána.

Það sem ég hræðist mest er það að vakna upp eftir 40-50 ár og segja “æjj afhverju gerði ég þetta ekki” eða hafa ekki kraftinn til að klára það sem ég setti mér fyrir hendur og samt er það draumurinn minn, því það koma hindranir á veginum mínum. Ég veit þetta hljómar kliskulega.. margir hafa sagt þetta áður, en eruði í alvörunni tilbúin að sætta ykkur við útkomuna, ef þið hugsið ykkur vel um, það sem þið eruð að gera í dag. Svariði þessu?

Er leiðin sem þið eruð að fara núna að beina ykkur í þá átt sem að þið viljið fara í lífinu?

Eruði tilbúin að sætta ykkur við útkomuna?

Ég sagði þetta við bróðir minn fyrir ári síðan. Yrðiru sáttur í eftir 50 ár ef að þú yrðir aldrei atvinnumaður í fótbolta, ef að þú myndir ekki ná að lifa draumnum þínum. Ertu tilbúinn að sætta þig við að það gæti ekki gerst?

Hann sagðiss alls ekki vera tilbúin við að sætta sig við það, nema að hann hefði verið búinn að gera allt sem hann gæti til að ná því. Hann hætti að reyna og fór að gera. Það uppskar honum frábært sumar í fótboltanum og nú er hann kominn einu skrefi nær í því að upplifa drauminn sinn í Glasgow.

Ég ákvað það þegar ég var lítil að allt sem að ég er hrædd við og fæ illt í magan yfir ætlaði ég að gera, það er ótrúlegt hvað þetta eitt og sér hefur ýtt mér út á ystu nöf, og mér hefur mistekist margsinnis. Ég var meira að segja beðin um að vera veislustjóri á árshátíð MK, skelfilegri lífsreynslu er vart hægt að finna. Ég var með smokey förðun og brúnkukrem, samt leit ég út eins og áttavilt læða á blæðingum… held að allir hafi vorkennt mér alveg hrikalega haha. Bara vegna þess að ég missti mig úr stressi og hafði ekki nóga trú á sjálfi mér. Eða þegar ég tók þátt í myndbandi fyrir sjálfstæðisflokkinn, átti að segja hvað mér fyndist um stefnuna og hverju ég vildi breyta.. ég leit út eins og týnd lesbía á samfésballi. Stressaðist svo upp ég sagði “meira frelsi, betra samfélag” sem betur fer var ég ekki nothæf!

Lærdómurinn sem ég dró af þessu er að hafa trú á mér og vera bara ég sjálf. En það að mistakast er ekki það sem ég hræðist, heldur það að ég eigi eitthverntímann ekki eftir að hafa kjark þegar á botnin er hvoflt að klára sett markmið. eða..

AÐ GEFAST UPP… stundum er það auðveldari leiðin.

Þegar hindrunin kemur þá er ég hrædd um að ég eigi ekki eftir hafa kjarkinn til að klára, hafa trú á sjálfri mér. En þá fór ég að hugsa hvað ætla ég að gera þegar hindranir verða á veginum?

Ég ætla að GERA hlutina og hafa óbilandi trú á því sem ég er að gera, ég ætla að taka til aðgerða. Ég ætla ekki að sitja og gera ekki neitt og ég hvet alla til að gera það sama. Að grípa til aðgerða er lykilatriði til þess að árangri.

Hafa ekki margir hugsað .. “mig langar að gera þetta….” en svo geriru aldrei neitt í því. Hvernig væri að þú myndir setjast niður og ákveða hvað þig langar að gera, kýla á það og hætta að vera hræddur um að mistakast.

Gleymdu fortíðinni. Hver ertu í dag? Ertu búin að ákveða hver þú ert í dag? Hvernig ætlaru að vera hamingjusamur og ánægður með það sem þú ert að taka þér fyrir hendur, ef þú hefur ekki nokkurn grun um það hver þú ert, veistu þá hvert þú stefnir?

Taktu meðvitaða ákvörðun um það hver þú ert og gerðu eitthvað í því. Gerðu það af krafti! Hvað er fyrsta skrefið í því að þú ætlar að vera betri þú? (sumir hugsa .. vera betri, og halda áfram því sem þeir eru að gera). Hættu að hugsa og gerðu.

Allt sem þú hefur gert í dag eru afleiðingar þess sem þú hefur hugsað… lestu þessa setningu nokkrum sinnum. ALLT SEM ÞÚ ERT Í DAG ERU AFLEIÐINGAR HUGSANNA ÞINNA. Ertu að átta þig á alvarleika málsins. Hvað gerist þá ef þú ásetur þér að hugsa öðruvísi? koma þá ekki öðruvísi útkomur? Ef þú hugar jákvætt um sjálfan þig verðuru þá ekki betri manneskja?

Manneskjan sem segir ég get þetta og manneskjan sem segir ég get þetta ekki .. hafa báðar alveg jafn rétt fyrir sér. Leið og þú segir ég get þetta ekki, þá geturu þetta ekki. En þegar þú setur þig í það hugarástandi að segja ég GET þetta. Þá fer boltinn að rúlla … Ég lofa.

Ég hef talað við margar manneskjur sem eiga það til að vorkenna sjálfri sér fyrir hvað þau fá ekki jafn mikið af tækifærum og aðrir, og hvað hlutirnir geta verið ósanngjarnir. En þá spyr ég oft… hvað hefur þú lagt af mörkunum til að breyta því, þá fæ ég oft svarið “ég reyndi að gera þetta…. en það tókst ekki, svo reyndi ég að gera hitt”. HÆTTU AÐ REYNA. Reyna á ekki einu sinni að vera til í þinni orðabók … ekki reyna .. GERA. Eins og fyrr hefur komið fram er það aðgerðir sem er lykillinn af árangri ekki “að reyna”. Þú stjórnar þinni eigin hamingju og árangri enginn annar.

Ekki láta meðalmennsku annarra segja þér hvað þú getur og getur ekki gert! Því það er fólk sem er hrætt við að mistakast. Fólk reynir að draga úr þér, þess vegna þarftu að treysta á einungis sjálfan þig til að drífa þennan spöl áfram. Hækkaðu staðalinn þinn og þá áttu eftir að sjá fegurð lífsins!

Munurinn á þér og öðrum sem ná árangir er einfaldlega sú að manneskjan sem nær árangir lætur ekkert stoppa sig og GERIR hlutina. Hún reynir ekki að gera þá, hún þorir að mistakast. Nú spyr ég ætlaru að vera meðalmaður eða ætlaru að vera stjarnan í þínu eigin lífi og láta ljós þitt skína?

x sylvia

20131230-173500.jpg

20131230-173520.jpg

20131230-173559.jpg

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s