Eftirréttur í morgunmat!

20131209-124437.jpg

Ég elska að fá mér þennan morgunmat! Þetta er einn af mínum uppáhalds… þetta er bara hollusta samt bragðast þetta eins og eitthver eftirréttur á veitingarstað. 

Ég fékk mér þetta í morgunmat fyrir prófið í morgun, þetta er enga stund gert. Þetta er rosalega matmikið ég verð eiginlega alltaf södd þegar ég er búin að borða hálfan skammtinn. 

Uppskrift: 

AB-mjólk eða Grísk jógúrt 

Steviadropar

All bran

lífrænt hnetusmjör 

Bláber

Aðferð:

Ég set fyrst AB-mjólkina eða Gríska jógurtina í skál hræri saman við Stevia dropana og smakka til. 

Set síðan lag af jógúrti, síðan lag af All bran þangað til ég er komin að toppnum.

Set síðan hnetusmjör 2 msk. og toppa með bláberjum 

Svo auðvelt er það 🙂

Afhverju eru þessi hráefni góð fyrir þig?

Lífrænt hnetusmjör: 

– Inniheldur þessi góðu andoxunarefni sem að ég hef komið inná áður

-Það er ríkt af efni sem heitir Resveratol sem er þekkt fyrir að berjast gegn krabbameini

– Ríkt af B3 vítamíni sem hjálpar taugakerfinu okkar, ásamt því að hjálpa húð, hári og nöglum. 

– Það inniheldur mikið prótein

– Hnetusmjörið inniheldur einnig ómettaða fitu sem hjálpar líkamanum að berjast gegn hjartasjúkdómum

– Hjálpar við að léttast því þú ert saddur svo lengi

– Dregur úr hættu að fá sykursýki

All bran: 

– það er rosalega trefjaríkt

– getur komið í veg fyrir ristil truflanir

– það er próteinríkt

– Inniheldur öll þessi vítamín: Zink, B-vítamín, C-vítamín, B3 vítamín, B5 vítamín, B2 vítamín, fosfór, járn, kalsíum, A vítamín, B12 vítamín, B6 vítamín, D vítamín og E vítamín.

Endilega látið mig vita hvernig ykkur fannst þetta þegar þið eruð búin að smakka! Elska þegar ég heyri í ykkur hvetur mig bara áfram 🙂

Sylvia

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s