Náttúruleg húð fyrir jólaboðin!

20131208-141939.jpg

Mér finnst svo fallegt að vera með flotta húð þegar maður er að fara í jólaboðin.  En þetta er svona uppáhalds húð-förðunar rútínan mín sem ég nota þegar ég er að fara eitthvað fínt. 

FYRSTA SKREF ER GOTT RAKAKREM! láta það þorna áður en þú byrjar annars áttu á hættu að fá bólur 🙂

Meik: Ég elska að blanda saman farða. Þarna er ég að blanda saman Lumi meikinu W7 og True Match W6 frá Loréal. Ástæðan að ég valdi þessi tvö er að þau eru bæði mjög náttúrlega. Lumi gefur manni svona meiri ljóma og True Match finnst mér hylja meira.  Mér finnst alltaf koma svona fallegt glow í andlitið þegar ég blanda þessu saman.  

Bursti í farða: ég set farðann á mig með Real Tecknuiqes burstanumsem fæst í farða settinu, það er stærsti burstinn. Þið sjáið myndina hér fyrir neðan. Þessi bursti er í miklu uppáhaldi hjá mér núna. Það kemur svona airbrush áferð í andlitið. 

Hyljari:  Dream Lumi frá Maybelline. Það er penni sem að þú skrúfar uppí. Ég nota nr. 2. Ég er svolítið heilluð af Kim Kardashian lausninni, en þarna er ég að nota bara ljósari hyljara og setja á staðina sem að þið sjáið fyrir neðan. Verðið að afsaka myndina en þið sjáið hvert ég er að fara með þetta 🙂

20131208-144640.jpg

Ég blanda síðan saman með sama meik burstanum sem ég notaði fyrst. Til að fá engin greinilega skil. 

Púður: ég nota síðan superstay powder frá Maybelline nr. 42 til að festa meikið, Taka ljóta glansinn í burtu.  

Bursti: Ég nota yndislega Powder brush til að setja þetta púður á frá RT. Hann er svo stór. Það kemur svo fíngerð áferð af púðrinu. Hún verður nefnilega alls ekki of mikil.

Sólarpúður: ég nota sólarpúðrið frá Loréal mér finnst það fallegur brúnn litur. Svo er þetta stór askja sem að endist vel. Einu sinni datt lokið af því samt var ég með það í töskunni og það brotnaði ekki. Þetta er alveg uppáhalds. 

Bursti: En ég set sólarpúðrið á mig með Blush Brush frá RT. Hann er svona oddhvassari efst þess vegna er hann er rosalega góður í því að skyggja andlitið vel. Sjáið mynd fyrir neðan hvernig ég set á mig sólarpúðrið. 

20131208-145553.jpg

Kinnalitur:  ég nota krem kinnalitinn frá Maybelline hann er meira svona peache liturinn. Man ekki alveg hvað hann heitir. En það eru bara tveir litir. 

Bursti: Nota stippling brush til að setja þennan kinnalit á, sjá mynd fyrir neðan . Hann er góður til að blanda inní allan grunninn sem að þú ert búin að setja. Svo er Þessi bursti líka tilvalin til að setja fallega highlighera í endan þegar þú vilt lýsa upp eitthver svæði.  Hann er flottur til að fara yfir allar ójöfnur í endan og blanda vel saman. 

 

Nú er ég búin að sýna svona mína uppáhalds húð-förðunarrútínu vonandi fannst ykkur þetta gagnlegt! Endilega látið mig vita hvað ykkur finnst, og þegar þið eruð búin að prufa heimta ég það að þið sendið mér mynd!

lovelove

Sylvia

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s