“Já þessi … hún er klikkuð”

Ég er búin að hugsa þetta lengi, tala við marga og þetta er eitthvað sem að ég er búin að pæla mikið í … kemur í nokkrum hollum. 

Við búum á Íslandi sem er mjög lítið land.  Allir að pósta lífinu sínu á facebook og instagram. Það sem fólk er að pósta er aðeins eitthver smá partur af lífinu sínu… semsagt glansmynd af þeirra lífi. Svo finnst mér allir vera taka þátt í því. Hver á flottasta og besta lífið?

Svo hef  ég verið að vinna við að hjálpa krökkum að bæta sjálfsmyndina sína og það horfir á fyrirmyndirnar sínar og skoðar glansmyndina af lífinu þeirra og það fær vonleysis tilfinningu, þarf ég að gera allt þetta til þess að vera hamingjusamur.  Við íslendingar höfum eitthverja hugmynd um það sem að okkur finnst fullkomið. Við horfum á aðra setja myndir af lífinu sínu. Það er enginn að setja inná facebook “ohh mér líður svo illa”, Það er meira svona “ég er lasarus” (mynd af stelpu sem er hrikalega sæt). Ég hef verið að tala við nokkrar stelpur um þetta, því þetta er farið að fara svo í taugarnar á mér, hvernig þetta er allt saman orðið.  Við erum meira að taka myndir af lífinu okkar til að sýna öðrum hvað það er æðislegt í staðin fyrir að virkilega njóta þess. Svo koma pistlar hvað úr hverju “Þessi týpa sem við þolum ekki á facebook” því það eru komnar svo miklar staðalýmindir. Týpurnar sem eru t.d.: ræktartýpan, tísku drottningin með New-IN, kökuséninn, brunchdúllan, sushisamba skvísan, háskólaneminn sem er að drukkna úr metnað, nike-trend týpan, djamm-týpan, stelpan sem á bjórinn skilið, svo eitthvað sé nefnt. Það er alltaf sami bragurinn yfir þessu öllu saman. Svo er yngri kynslóðin sem er að alast upp að fylgjast með þessu og halda að þetta er það sem þau þurfa að gera til að vera viðurkennd. 

Svo er eitt sem situr líka svo í mér. Mér finnst eins og allar stelpur sem eru að gera eitthvað gott og blessað vera rifnar niður. Það má helst enginn ná árangri þá er reynt að setja eitthvað útá hann. Alltaf reynt að finna eitthvað sem er að hjá þeim. Það má ekki vera flott stelpa á Íslandi, þá hlýtur eitthvað að vera að henni.  Því hún er með glansmyndina sína á facebook eða á instagram. Svo þegar hópur af stelpum er búinn að finna gallana sem að eru að hjá stelpunni, þá er eins og markmiðinu sé náð “Jess hún er ekki fullkomin” … en það er enginn fullkominn.  Ég er meira að tala um okkur stelpurnar… Það er enginn fullkomin samt erum við konur alltaf að reyna að vera það. Til að vera fullkomnar búum við til glansmyndina af okkur. Það er svo mikil pressa á konum, og þess vegna erum við kannski hræddari við að viðurkenna mistökin og erfiðara með að taka grímuna niður. 

Eitt sem að ég elska við Ísland er hvað við eigum mikið af flottum kvenmönnum og þá á ég ekki við konur sem eru fallegar, þær eru það nánast allar… heldur konur á Íslandi eru frammúrskarandi klárar og kröftugar.  Ég hef oft sagt það … það er of mikið af flottum konum á Íslandi, þess vegna er samkeppnin orðin svona mikil.  Og í staðin fyrir að hrópa húrra fyrir því að það séu svona margar flottar konur, þá rökkum við hvora aðra frekar í okkur sem er virkilega sorglegt.  Til hvers?

Mér brá frekar þegar ég heyrði af því að það væri vandamál í skólum hjá dóttur konu sem er að vinna með mér.  Vandamálið var það að stelpur eru farnar að sjúga varirnar á sér ofan í flösku … til hvers … jú til að varirnar verði stærri… síðan drífa þær sig  að taka myndir af sér.  

Þetta er orðið vandamál, líka því margar þeirra hafa gert þetta svo oft að æðar í vörunum á þessum stelpum eru farnar að springa. Þegar ég heyrði þetta, fór ég að kanna þetta betur, ég athugaði fleiri skóla þá var þetta að gerast í þeim líka.  ÉG URLAST! ekki bara af reiði heldur líka úr hlátri, þetta er bara orðið frekar hlægilegt! Finnst ykkur ekki?

 

Ég fór líka að hugsa þegar maður mætir á B5 ef ég tek eitthvern stað til dæmis.  Maður mætir uppstrílaður og stendur í röðinni. VIP röðin… það er ótrúlegt hvað allir á Íslandi eru VIP hahaha. ÞAÐ ER ENGINN Í VENJULEGU RÖÐINNI.

“Hey Bjarni… við erum 5, án gríns nenniru að hleypa okkur inn”

“Nenniru að kalla á Sigga, hann veit hver ég er, hann hleypir mér inn”.

Svo kemst maður loksins inn, eftir allar VIP setningarnar sem að hægt var að nota. Þá er það að hitta kunningja … það eru nánast allir kunningjar, því þetta er jú … Ísland. Bragurinn er svona

“Hæ!!!!! gaman að sjá þig … ómæ flottur kjóll, þú ertu svo sæt”.

Það er allt orðið svo yfirborðskennt, mér finnst engin einlægni vera þarna lengur.  Jú auðvitað eitthver, en meira og minna yfirborðskennt.  

Mér finnst við alltaf ætla að vera mest og best í öllu… verum þá mest og best í því að vera einlæg og hættum að lifa í glansmyndinni. Þrátt fyrir þetta allt saman elska ég Ísland og væri ekki til að búa neinstaðar annarstaðar.  Mér finnst sérstaklega konur vera undir svo mikilli pressu að vera “fullkomnar”.  Hræddar við að gera mistök.

En ég ætla ekki að hafa þetta neitt lengra. Langaði bara að koma þessu frá mér, því þetta er búið að vera umhugsunarefni hjá mér lengi.   

Verum góð hvert við annað … þá verður allt svo miklu betra. Verum við sjálf … ófullkomin þá erum við fullkomin útgáfa af sjálfum okkur 🙂

Ætla líka að setja lag hérna inn með Beyonce… Run the world GIRLS.  Því við konur þurfum að fara taka okkur taki og styðja hvora aðra!

http://www.youtube.com/watch?v=VBmMU_iwe6U

Eigiði góðan sunnudag 🙂

Sylvia

Advertisements

5 thoughts on ““Já þessi … hún er klikkuð”

  1. Skemmtileg síða hjá þér!
    Mikið ofboðslega er ég sammála þér! Mér finnst þetta líka virkilega einkenna okkur Íslenskar stelpur og innileg hrós er eitthvað sem við eigum erfitt með að gefa og líka að taka við þeim! Það er enn eitt vandamálið.

  2. Pingback: Sjálfstraust hjá ungum konum | Sylvia Briem Friðjóns

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s