I´m sick and tired of always being sick and tired!

Það leiðinlegasta sem kemur fyrir mig er að verða veik. Búin að vera veik núna í viku. Oft þegar ég verð veik þá verð ég svo ýkt veik (er frekar ýkt týpa). Ég er líka svolítið svoleiðis að ég held að “fake it till you make it” virki á veikindi, ég þykist bara ekki vera veik … þá er ég ekki veik. Endar alltaf með því að ég verð töluvert verri. En ég ætla að vera góð við sjálfan mig í dag, drekka heitt vatn með sítrónu svo að lifrin mín hreinsi líkamann minn eins fljótt og auðið er.

Kostir þess að drekka sítrónu vatn eru nokkrir:

1. styrkir ónæmiskerfið

2. vatnið hreinsar meltingarveginn

3. skolar óæskileg efni úr líkamanum hraðar

4. hreinsar húðina vegna aukinna C-vítamína, auk annarra andoxunarefna sem eru í sítrónunni. Drepur meira að segja bakteríur sem geta valdið bólum.  

5. Sítrónan á að gera þig orkumeiri vegna neikvæðra jóna sem hún inniheldur. Hún er ein af fáum matvælum sem hefur þessi áhrif. Það er sagt líka að lyktin af sítrónu eigi að hjálpa fólki að hreinsa hugann og draga úr stressi. 

6. sítrónan er ómissandi næringarefni til að hjálpa við að styrkja bandvefi, bein og brjósk. C-vítamínið á að hafa einnig bólgueyðandi áhrif. 

En þar hafið þið það að sítrónan er algjör súper fæða, ég ætla rétt að vona að þetta heita sítrónu vatn mitt eigi eftir að gera eitthver undur og stórmerki fyrir mig. Það er líka stundum gott að setja pínu hunang útí. 

krossum fingur á góðri helgi!

Sylvia

heitt sítrónu vatn - súper fæða

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s